bondi.is
Búnaðarsamtök Vesturlands
Senda póst
 
 
Greinasafn
Rannsóknir
Nám og námskeið
Starfsfólk
 
 
Fréttabréf
Búrekstur/Hagfræði
Hrossarækt
Jarðrækt
Nautgriparækt
Sauðfjárrækt
Ýmis fróðleikur
 
 
Upplýsingar um RHS
Fundargerðir
 
 
Eyðublöð
Lög og reglugerðir
Tenglar
Aðalsíða
 
 
Vefpóstur RHS

03/27/2007
Frá aðalfundi Samtaka hrossabænda í A-Hún 2007

Aðalfundur Samtaka hrossabænda í A-Hún var haldinn sunnudagskvöldið 25. mars síðastliðinn. Á fundinum var m.a. rætt um kynbótasýningar í vor, skýrsluhaldið í hrossaræktinni, ungfolaskoðanir, rekstur Reiðhallarinnar og nýafstaðna og vel heppnaða Stórsýningu húnvetnskra hestamanna. Samtökin voru rekin með um 240 þús kr hagnaði á síðasta ári.

Herdís Reynisdóttir kennari við Háskólann á Hólum hélt fróðlegt erindi um “ Skap, skynjun og eðli hrossa “ og sköpuðust líflegar umræður í kjölfar þess.

Á fundinum lét Björn Magnússon á Hólabaki af formennsku í Samtökunum og voru honum þökkuð vel unnin og óeigingjörn störf á liðnum árum. Í hans stað var Magnús Jósefsson í Steinnesi kosinn formaður en nýr maður í stjórn er Valur Valsson á Blönduósi. Auk þessara eru í stjórn Ægir í Stekkjardal, Jón Kristófer á Hæli og Gunnar á Þingeyrum.

Í sumar verða á vegum Samtakanna stóðhestarnir Borði frá Fellskoti, Kaspar frá Kommu, Galsi frá Sauðárkróki og Gammur frá Steinnesi



Til baka

 


 

Sameiginlegur vefur