bondi.is
Búnaðarsamtök Vesturlands
Senda póst
 
 
Greinasafn
Rannsóknir
Nám og námskeið
Starfsfólk
 
 
Fréttabréf
Búrekstur/Hagfræði
Hrossarækt
Jarðrækt

- Túnrækt

- Grænfóður

- Korn

- Jarðvegsefnagreiningar

- Heyefnagreiningar

Nautgriparækt
Sauðfjárrækt
Ýmis fróðleikur
 
 
Upplýsingar um RHS
Fundargerðir
 
 
Eyðublöð
Lög og reglugerðir
Tenglar
Aðalsíða
 
 
Vefpóstur RHS

Jarðræktin 2008

Kristján Óttar Eymundsson

Töluverð vinna fór í jarðræktina á árinu eða 6,4% af vinnu ráðunauta. Í byrjun árs fer töluverður tími í að ganga frá umsóknum vegna jarðabótastyrkja. Á þessum tíma eru áburðaráætlanir fyrir bændur í fullum gangi en það er þjónusta sem fleiri bændur mættu nýta sér. Í lok febrúar var góð mæting á stórskemmtilega kornfundi þar sem Jónatan Hermannsson og Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum héldu erindi. Á vormánuðum mættu ráðunautar á aðalfundi hjá búnaðarfélögum ef þess var óskað. Þar var m.a. rætt um mikilvægi endurræktunar og kölkunar. Seinni partinn í júní kom Árni Snæbjörnsson á svæðið til að aðstoða við að mæla fyrir skurðum á nokkrum bæjum. Bændur tóku þeim leiðbeiningum mjög vel.

Búnaðarsambandið hefur undanfarin ár tekið þátt í sameiginlegu átaki á landinu í að fylgjast með þroska túngrasa. Þessar mælingar nýttust þó ekki sem skildi nú í sumar því sláttur byrjaði óvenju snemma og byrjað var á mælingum of seint.

Vorið 2008 sáðu 32 bændur korni til þroska í 127 ha í A-Hún en 4 bændur fóru yfir í Skagafjörðinn og sáðu korni þar í 54 ha. Alls sáðu Austur-Húnvetningar því korni í 181 ha en það er mikil aukning frá árinu áður en þá var sáð í alls 147 ha. Munar þar mestu um félagsrækt Svínhreppinga á Bakásum. V-Húnvetningar sáðu nú korni með mjög góðum árangri. Í heild má segja að korn hafi víða verið mikið og gott. Fyrirsjáanleg er áframhaldandi aukning í kornrækt á árinu 2009 en ljóst er að V-Húnvetningar munu bæta mikið við sig í korni.


Um haustið voru jarðabæturnar teknar út. Nú var í fyrsta skipti farið að styrkja gras- og grænfóðurræktun. Bættist við mikil úttektarvinna samhliða því. Jafnframt þurfti að taka út framkvæmdir vegna vinnuhagræðingar og bætts aðbúnaðar í útihúsum, uppgröft úr skurðum og þreskingu á korni. Eins sjá ráðunautar um að taka út vatnsveituframkvæmdir.

Of lítill áhugi hefur verið á jarðvegssýnatöku á svæðinu. Með hækkandi áburðarverði er ljóst að þetta er þáttur sem bændur verða að nýta sér betur til að geta verið með nákvæmari áburðargjöf. Það hefur líka komið ljós í gegnum árin að sýrustig túna er víða alltof lágt. Víða þarf að kalka mýrartún og eitthvað sem ætti skilyrðislaust að fylgjast að með endurræktun túna.

Áburðar- og jarðræktarnámskeið var haldið í lok nóvember í Ásbyrgi. Kennari var Ríkharð Brynjólfsson. Þátttaka var mjög góð eða um 25 manns.

Með nýjum loftmyndagrunni sem búnaðarsambönd fengu aðgang að á árinu 2007 opnuðust nýir möguleikar til að þjónusta bændur. Í þeim grunni er nú hægt að gera túnkort fyrir bændur. Á árinu 2008 voru teiknuð 16 túnkort fyrir bændur og fyrir liggur að teikna mun fleiri á árinu 2009. Inn í þennan grunn var einnig teiknuð inn öll korn-, gras- og grænfóðurrækt á landinu og upphreinsun úr skurðum.

 

Sameiginlegur vefur