bondi.is
Búnaðarsamtök Vesturlands
Senda póst
 
 
Greinasafn
Rannsóknir
Nám og námskeið
Starfsfólk
 
 
Fréttabréf
Búrekstur/Hagfræði
Hrossarækt
Jarðrækt

- Túnrækt

- Grænfóður

- Korn

- Jarðvegsefnagreiningar

- Heyefnagreiningar

Nautgriparækt
Sauðfjárrækt
Ýmis fróðleikur
 
 
Upplýsingar um RHS
Fundargerðir
 
 
Eyðublöð
Lög og reglugerðir
Tenglar
Aðalsíða
 
 
Vefpóstur RHS

Jarðræktin 2006

Kristján Óttar Eymundsson
Anna Margrét Jónsdóttir

Töluvert starf fer í jarðræktina á hverju ári. Ef þess var óskað mættu ráðunautar á aðalfundi hjá búnaðarfélögum. Þar var m.a. rætt um mikilvægi endurræktunar og kosti og galla verktöku við jarðvinnslu og heyskap. Um haustið kom Árni Snæbjörnsson á svæðið til að aðstoða við að mæla fyrir skurðum. Bændur tóku því mjög vel og var farið á 14 bæi.

Haldið var áfram með skipulega jarðvegssýnatöku á svæðinu og stóð til að taka nú í hinum fornu Svínavatnshrepp, Bólstaðarhlíðarhrepp, Staðarhrepp og Broddaneshrepp. Lítill áhugi reyndist á að láta taka sýni en að sjálfsögðu voru tekin jarðvegssýni á öðrum svæðum, þar sem þess var óskað. Alls voru tekin 68 sýni á 12 bæjum. Það sem var almennt einkennandi við niðurstöður þessara sýna var að sýrustigið var of lágt. Oft á tíðum of lágt til þess að sáðgresi geti þrifist vel eða undir pH 5,0. Það er því ljóst að víða er þörf á kölkun og eitthvað sem ætti skilyrðislaust að fylgjast að með endurræktun á túnunum. Fósfórgildi mældust almennt há og kalígildi nokkuð há líka.

Niðurstöður jarðvegssýna – meðaltöl eftir sýslum



Umfang jarðabóta var mun meira en árin áður. Það fólst fyrst og fremst í vinnu við skráningu og úttektir á nýjum lið sem var um endurbætur á húsum til bættrar aðbúnaðar gripa og/eða bættrar vinnuaðstöðu. Einnig var nokkuð um úttektir vegna hreinsun skurða og kornræktar.

Vorið 2006 var sáð korni til þroska í um 50 ha í A-Hún en nokkrir bændur fóru yfir í Skagafjörðinn og sáðu korni þar í rúmlega 60 ha. Alls sáðu Austur-Húnvetningar því korni í um 110 ha en það er mikil aukning frá árinu áður. Um miðjan ágúst fóru ráðunautar í kornskoðunarferð þar sem heimsóttir voru 9 bæir. Kornþroski var yfirleitt kominn langt á veg og gulur blær var komin á akrana. Um haustið náðist að þreskja allt korn sem sáð var til um vorið og reyndist uppskeran frá því að vera þokkaleg upp í að vera góð. Með hliðsjón af hækkandi kjarnfóðurverði er ljóst að kornræktin ætti að vera orðin mjög fýsilegur kostur fyrir marga bændur.

 

Sameiginlegur vefur