bondi.is
Búnaðarsamtök Vesturlands
Senda póst
 
 
Greinasafn
Rannsóknir
Nám og námskeið
Starfsfólk
 
 
Fréttabréf
Búrekstur/Hagfræði
Hrossarækt
Jarðrækt
Nautgriparækt

- Fóðrun og hirðing

- Kúaskoðanir

- Skýrsluhald

- Sæðingar

- Framleiðslumál

Sauðfjárrækt
Ýmis fróðleikur
 
 
Upplýsingar um RHS
Fundargerðir
 
 
Eyðublöð
Lög og reglugerðir
Tenglar
Aðalsíða
 
 
Vefpóstur RHS

Nautgriparæktin 2008

Þórður Pálsson

Á svæði Búnaðarsambandsins eru nú 52 mjólkurframleiðendur, 46 bú í skýrsluhaldi og 6 bæir utan skýrsluhalds. Af þessum 46 sem eru í skýrsluhaldi eru 28 að skila mjólkurskýrslum í Huppu, hinu nýja skýrsluhaldsforriti í nautgriparækt. Huppan er nú rúmlega ársgömul um þessar mundir. Mikil auka vinna hefur orðið til í kringum innleiðingu Huppunnar. Jafnframt því að nýtt skýrsluhaldskerfi var tekið í notkun var hætt að senda suður til skráningar þær skýrslur sem koma á pappír frá bændum. Við innleiðingu Huppunnar hafa komið upp ýmis vandamál þannig að upplýsingar til bænda hafa oft á tíðum verið seinar að skila sér til þeirra. Til dæmis hefur ekki verið reiknað að fullu nýtt kynbótamat fyrir kýrnar á þessu ári og er það nokkrum mánuðum seinna en venjulega.

Námskeið voru haldin þar sem Magnús B. Jónsson nautgriparæktar­ráðunautur, Sveinbjörn Eyjólfsson, Gunnfríður Hreiðars­dóttir og Berglind Ósk Óðinsdóttir héldu fyrirlestra um nautgriparækt, skýrsluhald og fóðrun.

Á árinu var tekin upp sú nýbreytni að ráðunautar skoðuðu kýr á sínum svæðum en fram til þessa hafði landsráðunautur farið í yfirferð og dæmt kýr á öllu landinu. Í heildina gengu dómastörf vel og dæmdar voru 360 kýr sem er nýtt met. Hæst dæmdu kýrnar á svæðinu eru :

• Drífa 305 Neðri Torfustöðum 88 stig
• Snekkja 295 Tannstaðabakka 88 stig
• Gata 242 Stóra-Búrfelli 88 stig

Afurðir á svæðinu á síðasta ári voru 5389 kg /árskú prótein 3,38 og fita 4,13.
1341,3 árskýr koma á skýrslu en heilsárskýr voru 931. Þetta eru nokkru minni afurðir heldur en voru árið áður.

Afurðahæstu búin 2008


Afurðahæstu kýrnar 2008


Gæðastýring í mjólkurframleiðslu var innleidd nú í upphafi árs 2009 þar sem bændum er greitt fyrir að skila mjólkurskýrslunum sínum á réttum tíma, hafa ákveðinn standard á gæðum skýrslanna og taka 5 mjólkursýni úr hverri kú yfir árið.

 

Sameiginlegur vefur