Búnaðarsamtök Vesturlands
Greinasafn
Rannsóknir
Nám og námskeið
Starfsfólk
Fréttabréf
Búrekstur/Hagfræði
Hrossarækt
Jarðrækt
Nautgriparækt
- Fóðrun og hirðing
- Kúaskoðanir
- Skýrsluhald
- Sæðingar
- Framleiðslumál
Sauðfjárrækt
Ýmis fróðleikur
Upplýsingar um RHS
Fundargerðir
Eyðublöð
Lög og reglugerðir
Tenglar
Aðalsíða
Vefpóstur RHS
Nautgriparæktin 2007
Þórður Pálsson
Skýrsluhald –fjöldi þátttakenda og hvaða afurðir
29 aðilar voru í skýrsluhaldi í Austur Húnavatnssýslu árið 2007 og þrír framleiðendur stóðu utan skýrsluhalds. Í Vestur Húnavatnssýslu eru 18 bú í skýrsluhaldi og þrjú bú utan skýrsluhalds. Einn framleiðandi í Strandasýslu er í skýrsluhaldi og einn utan þess. Alls eru 1828 kýr á skýrslu á svæðinu og 1.298 árskýr. Afurðir á svæðinu aukast á milli ára. Í Vestur Húnavatnssýslu eru 5.569 kg eftir árskúna, í Austur Húnavatnssýsla eru það 5.333 kg og á Ströndum 4.653 kg.
Mestur tími nautgriparæktarráðunauts fer í umsjá með skýrsluhaldinu og að halda utan um skráningar í gagnagrunninn Mark.
Á árinu var byrjað á tilraun í Vestur Húnavatnssýslu með að láta bændur senda ráðunauti mjólkurskýrslur í tölvupósti eftir að þær hafa verið skráðar í exel. Þetta reyndist í flestum tilfellum vel og auðveldaði ráðunaut umsýslu með skýrslum frá þessum bæjum.
Nú er í burðarliðnum nýtt skýrsluhaldskerfi fyrir mjólkurframleiðendur sem ber nafnið Huppa og mun það koma í stað forritsins Ískýr sem hefur verið í notkun um nokkurt skeið. Umsýsla ráðunautar mun breytast nokkuð með kerfinu. Ekki verða sendar skýrslur suður til innsláttar heldur mun ráðunautur annast það auk yfirferðar eftir því sem við á. Auðvitað er stefnan sú að sem flestir mjólkurframleiðendur skrái sínar mjólkurskýrslur sjálfir heima á búinu. Fyrstu prófanir á kerfinu hafa farið fram og lofa góðu. Reiknað er með að það verði komið í almenna notkun í sumar. Annað forrit er einnig að koma fram á sjónarsviðið en það er hið samnorræna fóðurforrit Nor-For og fóru Þórður Pálsson og Gunnar Ríkarðsson á námskeið í notkun þess. Þetta mun vonandi auka möguleika okkar til að gefa betri fóðurleiðbeiningar í nautgriparækt.
Einn af föstu liðunum í starfinu á síðustu árum hefur verið að fara með landsráðunaut um svæðið og dæma kvígur. Það var að sjálfsögðu einnig gert árið 2007 og var enn eitt árið slegið met í fjölda á dæmdum kvígum þetta árið en um 300 kvígur voru dæmdar. Nú í ár verður nokkur breyting á starfsháttum við kvígudóma því nú verður horfið frá því að fá landsráðunaut á svæðið til dómstarfa en undirritaður fer og dæmir kvígurnar á svæðinu. Reiknað er með að fara oftar um svæðið en gert hefur verið og vera helst búin að dæma kvígurnar 3 mánuðum eftir burð. Kvíguskoðun fer af stað nú að lokinni forðagæslutörn.
Afurðahæstu kýr í Austur-Húnavatnssýslu 2007
Afurðahæstu kýr í Vestur-Húnavatnssýslu 2007
Afurðahæstu bú í Austur-Húnavatnssýslu 2007
Afurðahæstu bú í Vestur-Húnavatnssýslu 2007
Landbunadur.is