bondi.is
Búnaðarsamtök Vesturlands
Senda póst
 
 
Greinasafn
Rannsóknir
Nám og námskeið
Starfsfólk
 
 
Fréttabréf
Búrekstur/Hagfræði
Hrossarækt
Jarðrækt
Nautgriparækt

- Fóðrun og hirðing

- Kúaskoðanir

- Skýrsluhald

- Sæðingar

- Framleiðslumál

Sauðfjárrækt
Ýmis fróðleikur
 
 
Upplýsingar um RHS
Fundargerðir
 
 
Eyðublöð
Lög og reglugerðir
Tenglar
Aðalsíða
 
 
Vefpóstur RHS

Kúasæðingar hjá BHS

Í upphafi ársins 2007 tók Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda við umsjón og ábyrgð á sæðingastarfinu í nautgriparæktinni á öllu starfssvæði sínu.

Á síðasta ári var breytileg gjaldtaka fyrir kúasæðingar milli svæða en nú hefur hún verið samræmd af stjórn BHS. Aðalbreytingin felst í því að nú greiða þeir sem mest leggja til sameiginlegs kynbótastarfs í greininni þ.e. mjólkurframleiðendur með afurðaskýrsluhald hjá BÍ, lægra verð fyrir sæðingar. Aðrir, þar með taldir þeir mjólkurframleiðendur sem ekki hafa afurðaskýrsluhald hjá BÍ greiða hærra verð fyrir sæðingar.

Einnig var ákveðið að hafa lægra gjald fyrir sæðingar á fyrsta kálfs kvígum hjá mjólkurframleiðendum með afurðaskýrsluhald til að reyna að auka áhuga bænda á að nýta þær enn betur í ræktunarstarfinu.

Gísli á Mosfelli, frjótæknir í A-Hún hefur um árabil fangskoðað kýr fyrir bændur á því svæði með góðum árangri. Gunnar á Fitjum og Ólafur í Miðhópi, frjótæknar í V-Hún hafa ekki fangskoðað kýr fram að þessu en munu á þessu ári fara á námskeið í fangskoðun mjólkurkúa og byrja síðan að sinna þessu fyrir bændur.

Á þessu ári verður ekki tekið sérstakt gjald fyrir vinnu frjótækna við fangskoðun en þó er eingöngu ætlast til að það sé gert þegar frjótæknir kemur til sæðinga á bæinn hvort sem er eða á a.m.k. leið framhjá bænum.

Nautgripasæðingar verða reknar sem sérstök deild innan Búnaðarsambandsins og stefnt er að því að til lengri tíma litið verði rekstur­inn í jafnvægi.

Gjaldskrá BHS fyrir sæðingar 2007 (án vsk)

Greitt er fyrir allar sæðingar (engar fríar sæðingar)

1. Mjólkurframleiðendur sem eru með í afurðaskýrsluhaldi hjá BÍ:
      1.000 kr hver sæðing hjá fyrsta kálfs kvígu
      2.000 kr hver sæðing hjá eldri kúm

2. Allir aðrir nautgripabændur:
      2.800 kr hver sæðing
 

Sameiginlegur vefur